Hvaleyrarskóli & Landakotskóli

Parker • February 11, 2016

Hvaleyrarskóli


3 bekkur í Hvaleyrarskóla kom í heimsókn til okkar á Hvalasýninguna! Krakkarnir voru ótrúlega áhugasöm og fróð um hvali og við nutum þess að fá þau í heimsókn. Nýja kennsluherbergið okkar sló í gegn! Þar fengu krakkarnir að skoða bein og snerta módelin okkar og skoða myndafyrirlestur með Rúnu líffræðingnum okkar áður en þau fóru í leiðsögn með Marinó um safnið.

Landakotskóli


Landakotskóli kom í heimsókn með nokkra nemendur sína. Krakkarnir voru ótrúlega fróð um hvali og hafa verið að vinna með kennurum sínum hvalaverkefni í skólanum. Marinó leiðsögumaður þurfti virkilega að hafa fyrir því að fræða krakkana sem á köflum vissu líklega meira en hann um hvali! Þau ætla svo að senda okkur myndir af verkefninu sínu.